Safnað fyrir ullarverkstæði

Hulda Brynjólfsdóttir stendur fyrir söfnun á hópfjármögnunarvefnum indiegogo.com en fjölskylda hennar hyggst setja á stofn ullarverkstæði á bæ þeirra á Suðurlandi. Til stendur að vinna band og hráefni til handverks úr ullinni af þeirra kindum og frá öðrum bændum. Ef allt gengur upp, eiga vélarnar að koma til landsins í sumar og munu þá taka til starfa þegar haustullin verður tekin af fénu í nóvember.

Hér er hægt að kynna sér málið nánar

Hægt er að fá áritaða mynd, óunna ull, band, uppskriftir að húfu, sjali eða peysu og ýmislegt fleira í staðinn fyrir framlagið: allt eftir því hversu hátt framlagið er. Einnig er hægt að leggja fram styrk án þess að vilja fá nokkuð í staðinn.