Að þessu sinni eru það hátt í 450 listamenn frá um það bil þrjátíu löndum sem taka þátt. Tugir þúsunda gesta heimsækja þessa sýningu en tengslum við hana eru haldin málþing, vinnustofur og fleira.
Evrópsku samtökin World Craft Council – Europe (WCC) fagna 40 ára afmæli á þessu ári og eru að því tilefni með sýningu og málþing á Revelations 2019. Á sýningu WCC voru valin framúrskarandi verk frá 24 listhandverkmönnum í Evrópu. Frá Íslandi var valið verk eftir Helgu Ragnhildi Mogensen skartgripahönnuð.
Yfirskrift málþings WCC er „Crafting Europe“ þar sem áskoranir og tækifæri fyrir skapandi atvinnugreinar verða skoðuð með tilliti til mismunandi efnahagslífs, landsvæða, samfélagsgerða, færni og stefnu.
Nánari upplýsingar: