Fortíðar-fimmtudagar hjá Heimilisiðnaðarfélaginu

Því miður getur Heimilisiðnaðarfélagið ekki boðið upp á prjónakaffi í janúar vegna núgildandi sóttvarnarreglna, en þess í stað verður boðið upp á fortíðar-fimmtudaga! Á fimmtudögum í janúar verður litið í eldri árganga Hugar og Handar og uppskriftum og öðrum fróðleik deilt úr þessu merkilega ársriti.

Hægt að fylgjast með á Facebook síðu Heimilisiðnaðarfélagsins og á heimasíðu þeirra.

Nú í janúar fara af stað ný námskeið hjá félaginu og ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, en allar nánari upplýsingar og skráningu á námskeið má finna á heimasíðu Heimilisiðnaðarfélagsins.

Heimilisiðnaðarfélag Íslands - Nethyl 2e.

www.heimilisidnadur.is

07. janúar 2022: fréttin hefur verið uppfærð, FG