Prjónakaffi - Einrúm

Fimmtudaginn 6. apríl er prjónakaffi Heimilisiðnaðarfélagsins í Nethyl 2e. Þetta kvöld koma þær Kristín og Björg frá EINRÚM og kynna samnefnt garn. Þær stöllur kynna fyrir gestum söguna á bak við EINRÚM, segja frá garninu og uppskriftunum. VINSAMLEGAGST komið með prjóna nr. 3,5-4,5 því gestum býðst að prjóna prufur úr garninu á staðnum - ekki missa af því!

EINRÚM er blanda af íslenskri ull og Mulberry silki en þessi einstaka blanda gefur garninu sérstaka eiginleika. Einrúm er til í fjölmörgum litum (sjá hér) sem allir bera nöfn íslenskra steinda og bergtegunda eins og hrafntinna, silfurberg og olivín.

Prjónakaffi Heimilisiðnaðarfélagsins er haldið í húsnæði félagsins fyrsta fimmtudagskvöld í mánuði frá september - maí. Húsið opnar kl. 19 en kynningar hefjast kl. 20. Kaffi og ljúffengt meðlæti selt á staðnum á sanngjörnu verðu - allir hjartanlega velkomnir.