Prjónakaffi 5. mars

Á prjónakaffi marsmánaðar hjá Heimilisiðnaðarfélaginu kemur Jóhanna Pétursdóttir og kynnir Undur - umvafin íslenskri náttúru silki slæður og fleiri vörur með áprentuðum myndum úr íslenskri náttúru. Jóhanna er með B.S gráðu í landgræðslufræðum frá Hvanneyri og lærð í ljósmyndun. Myndirnar eru teknar í vatni, pollum, ám og lækjum en líka á hverasvæðum, af klettum, steinum, hrauni, blómum og öðrum gróðri í náttúru Íslands. Vörurnar eru á kynningarverði þetta kvöld. Þetta kvöld verður líka til sölu litað garn frá Hofsvík á Kjalarnesi.

Að venju opnar húsið í Nethyl 2e kl. 19 en kynningin hefst kl. 20 - allir velkomnir!

Sjá nánar á vef Heimilisiðnaðarfélagsins