Prjónakaffi

Fyrsta fimmtudagskvöld í mánuði stendur Heimilisiðnaðarfélagið fyrir prjónakaffi í húsnæði sínu í Nethyl 2e. Húsið opnar kl. 19 en stuttar kynningar á ýmsu skemmtilegu sem tengist prjóni eða handavinnu hefjast kl. 20. Fimmtudaginn 5. janúar verður kynning á dagskrá vorannar Heimilisiðnaðarskólans (sjá námsskrá hér). Kennarar skólans verða á staðnum með sýnishorn af því fallega handverki sem hægt er læra á námskeiðum. Nýtið þetta góða tækifæri til að sjá og þreifa á því sem í boði er.

Heimilisiðnaðarfélagið hefur árum saman staðið fyrir prjónakaffi. Á staðnum er selt ljúffengt kaffi og meðlæti á vægu verði. Prjónakaffið er öllum opið – verið velkomin!