Prjónagleði á Blönduósi

Prjónagleði - hátíð fyrir áhugafólk um prjónaskap
 
Prjónagleði er hátíð fyrir áhugafólk um prjónaskap og var fyrst haldin á Blönduósi árið 2016. Á Prjónagleðinni er boðið upp á fjölbreytt námskeið sem tengjast prjónaskap, garni og ull, fjölbreytta fyrirlestra, spennandi prjónatengda viðburði og svo að sjálfsögðu Garntorgið sem er markaður með garn og prjónatengdar vörur. Í tengslum við hátíðina ár hver ert haldin hönnunar- og prjónasamkeppni.
Í ár fer Prjónagleði fram daganna 11. - 13. júní og hér er hægt að skoða dagskránna.

Í tengslum við Prjónagleðina hefur ætíð verið haldin hönnunar- og prjónasamkeppni með ákveðnu þema sem útfært er í prjónlesi:

2016 - Íslenska sauðkindin - spuna- og prjónakeppni
2017 - Own our own time – prjónagjörningur
2018 - Fullveldispeysa
2019 - Hafið útfært í sjali
2020 - Áin Blanda útfærð í húfu
2021 - Áferð í náttúru Íslands útfærð í vesti

Markmið hátíðarinnar hefur alltaf verið að sameina prjónafólk og draga það út úr einverunni með sitt áhugamál og áhersla hefur verið lögð á að skapa hlýlegan og áhugaverðan vettvang til þess að prjóna saman, deila reynslu, læra nýtt, og gamalt og njóta samveru með öðrum ástríðufullum prjónurum.

Athafnakonan og frumkvöðullinn Jóhanna E. Pálmadóttir þáverandi framkvæmdastjóri Textílseturs Íslands átti hugmyndina að því að koma á fót árlegri prjónahátíð á Blönduósi. Hún lét ekki sitja við orðin tóm heldur kom hugmyndinni í framkvæmd og var fyrsta hátíðin haldin í júní 2016. Prjónahátíðin á Fanø í Danmörku er fyrirmynd Prjónagleðinnar en sú hátíð hefur verið haldin árlega síðan 2005.

Prjónagleðin tekur þátt í samstarfi við fleiri prjónahátíðir undir nafninu Cold Water International Knitting Festivals.

Facebook síða Prjónagleðinnar