Portmarkaður laugardaginn 22. ágúst

Þriðji og síðasti Portmarkaður Kirsuberjatrésins verður haldinn laugardaginn 22. ágúst frá kl. 12-17 í portinu bakvið Kirsuberjatréð, Vesturgötu 4.

Þar verða hönnuðir, listafólk og tónlistarfólk að selja og sýna vörunar sínar. Markmiðið með viðburðinum er að sýna samstöðu og peppa hvert annað í gang eftir frekar skrýtna mánuði undanfarið!

Eftir miklar samræður og vangaveltum varðandi Portmarkaðinn í tengslum við Covid hefur verið ákveðið að halda markaðnum þann 22. ágúst til streitu. Sá markaður verður með þeim forsendum að allir þátttakendur virði fjarlægðarmörk, sýni ábyrgð og allir sýni tillitisemi og hjálpist að með þetta allt saman. Þeir sem heimsækja markaðinn verða að sjálfsögðu að sýna ábyrgð líka. 

Nánar um viðburðinn á Facebook