Opið hús í Textílmiðstöðinni á Blönduósi

Dagana 27.-29. ágúst verður opið hús í TextílLabinu að Þverbraut 1 á Blönduósi. Á staðnum er geislaskeri, vínylprentari, útsaumsvél, nálaþæfingavél og stafrænn vefstóll. Smiðjustjóri mun aðstoða við notkun á þessum tækjum og aðgengi er frítt, en greitt er fyrir það efni sem notað er. Athugið að gestir verða að bóka tíma á heimasíðu Textílmiðstöðvarinnar hér.

Einnig verður haldin pop-up sýning listamanna í Ós Textíllistamiðstöð á laugardeginum og sunnudeginum frá klukkan 11-18. Vefarar, litarar, prjónarar og sjónlistamenn frá Kanada, Bandaríkjunum, Hollandi, Chile og Ítalíu verða þar með listaverk sem innblásin eru af íslensku umhverfi, menningu og sögu. Þessi listaverk verða til sýnis í húsnæði Textílmiðstöðvarinnar í Kvennaskólanum Árbraut 31 og TextílLab Þverbraut 1. Boðið verður upp á veitingar á sunnudaginn milli 16-18.

Verkefnið Þráðhyggja verður kynnt á sama tíma. Það fjallar um að lengja líftíma textíls og endurnýtingu með þekktum íslenskum aðferðum. Verkefnið er unnið af hönnuðunum Sólveigu Hansdóttur og Berglindi Hlynsdóttur. Þráðhyggja er styrkt af Nýsköpunarstjóði Námsmanna og unnið í samstarfi við Textílmiðstöð Íslands og Listaháskóla Íslands.

Á laugardag og sunnudag verða síðan haldin þriggja tíma námskeið undir heitinu Wool Interactions/Ullarsamskipti undir leiðsögn Zoe Romano.

Námskeiðin fara fram á ensku og sjá má nánari kynningu og skráningu á heimasíðu Textílmiðstöðvarinnar, www. textilmidstod.is.