Opið fyrir umsóknir um ferðastyrki

Hönnunarsjóður auglýsir eftir umsóknum um ferðastyrki, þetta er fyrsta úthlutun af fjórum í ár. Frestur til þess að sækja um styrk rennur út á miðnætti þann 2. febrúar. Hver ferðastyrkur nemur 100.000 krónum. 

Dagsetningar Hönnunarsjóðs fyrir 2018 eru:

1. úthlutun – Ferðastyrkir
Opnar 20. desember  | Lokar 2. febrúar | Úthlutun 15. febrúar

2. úthlutun – Almennir styrkir og ferðastyrkir
Opnar 1.mars | Lokar 11. apríl | Úthlutun 17. maí

3. úthlutun – Ferðastyrkir
Opnar 1. júní | Lokar 23. ágúst | Úthlutun 12. september

4. úthlutun – Almennir styrkir og ferðastyrkir
Opnar 3. september | Lokar 8. október | Úthlutun 8. nóvember

Nánari upplýsingar hér og rafrænt umsóknareyðublað er að finna á sjodur.honnunarmidstod.is