Opið fyrir skráningu viðburða á HönnunarMars 2017

Opið fyrir skráningu viðburða á HönnunarMars 2017

Ert þú með hugmynd að sýningu eða viðburð fyrir HönnunarMars? Opnað hefur verið fyrir umsóknir um þátttöku á heimasíðu hátíðarinnar! Undirbúningur fyrir hátíðina er í fullum gangi en hún fer fram í níunda sinn dagana 23.-26. mars 2017. Frestur til að skrá viðburði rennur út á miðnætti 17. janúar.

HönnunarMars er uppskeruhátíð sem sameinar allar greinar íslenskrar hönnunar og arkitektúrs. Á hátíðinni fara fram viðskiptastefnumót, ný hönnun er frumsýnd og innblástur má sækja víða á sýningum, fyrirlestrum, uppákomum og innsetningum.

  • Íslenskir hönnuðir og arkitektar, félagsmenn fagfélaganna níu sem eiga Hönnunarmistöð Íslands, verslanir og fyrirtæki sem selja eða framleiða íslenska hönnun bera uppi dagskrá hátíðarinnar.
  • Allar umsóknir um þátttöku eru teknar til yfirferðar af stjórn HönnunarMars sem velur viðburði í dagskrá.
  • Þátttakendur greiða fyrir skráningu viðburðar og innifalið í því er birting viðburðar í bækling og á dagskrársíðu honnunarmars.is og designmarch.is.

Tvískipt umsóknarferli
Hönnuðir og arkitektar eru hvattir til að sækja um tímanlega. Mestu máli skiptir að útskýra hugmyndina að sýningu eða viðburði, heiti sýningar eða sýningarstaður skipta minna máli í þessu fyrsta skrefi. Verði sýningin eða viðburður samþykktur í dagskrá fær viðkomandi umsækjandi nýtt skráningarform þar sem endanlegra upplýsinga verður óskað.
Ef óskað er frekari upplýsinga má hafa samband í tölvupósti á honnunarmars@honnunarmars.is og í síma Hönnunarmiðstöðvar Íslands: 771 2200.

Sjá nánar á heimasíðu Hönnunarmiðstöðvar Íslands.