Open Call: Nordic Match F.I.L 2020

Konstepidemin býður listamanni frá Íslandi listamannadvöl og sýningartækifæri í Galleri Konstepidemin í Gautaborg, Svíþjóð.

Verið er að leita að listamanni sem hefur áhuga á samstarfi, samskiptum og tengslum við listalífið í Gautaborg. Viðkomandi býðst þriggja mánaða dvöl á vinnustofu  september - nóvember 2020. Þennan tíma mun bjóðast að vinna með listamanni á staðnum að samsýningu sem verður opnuð í Galleri Konstepidemin í lok október 2020.

UMSÓKNARFRESTUR HEFUR VERIÐ FRAMLENGDUR TIL 27. APRIL 2020

Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Konstepidemin og einnig á Facebook