Ný hönnunarverslun

Opnunarpartý laugardaginn 8. júlí kl. 15 - 18.

Í húsakynnum Hönnunarmiðstöðvar Íslands, Aðalstræti 2 hefur hönnunarverslunin Akkúrat verið opnuð. Verslunin er staðsett á jarðhæðinni. Akkúrat er hönnunarverslun sem selur sérvaldar hönnunarvörur frá Íslandi og öðrum norrænum þjóðum. Einnig verður hægt að finna þar örfáar spennandi hönnunarvörur frá alþjóðasamfélaginu. Akkúrat starfar með hönnuðum og listafólki í að búa til lifandi rými þar sem viðburðir og sýningar eiga heima. Akkúrat vill veita innblástur og styðja íslenska hönnun.