Nútímalandslag

Sýning í Borgarbóksafninu Spönginni.

Anna Snædís Sigmarsdóttir sýnir grafíkverk sem tengjast fagurfræði náttúrunnar. Hún lítur sér nær og sér hraun, mosa og villta náttúru.
Gróf línuleg áferð verkanna minnir á öflugt hraunrennsli, djúpar rispur vekja tilfinningu um kraft náttúrunnar. Anna Snædís notar mismunandi aðferðir grafíkur við vinnslu myndanna: ætingar, carbarondum og þurrnálsþrykk. Bókverkin á sýningunni eru unnin með blandaðri tækni, í þeim má sjá grafíkþrykk, teikningar og letur og verkin vísa bæði í náttúru og samfélag.

Verkin á sýningunni eru að hluta til þau sömu og sýnd voru á Munsterland Festival í Þýskalandi 2017, en þar komu saman listamenn úr norðri og suðri, frá Íslandi og Grikklandi og sýndu grafíkmyndir sínar. https://www.muensterland-festival.de/

Heimasíður Önnu: www.annasnedis.com, www.arkir.wordpress.com

Sjá nánar um sýninguna hér

Sýningin stendur til 6. mars og hana má skoða á opnunartíma safnsins, mán-fim kl. 10-19, fös 11-19 og lau 12-16.