Norrænar handverksbúðir fyrir ungmenni

Heimilisiðnaðarfélagið leitar að ungu fólki á aldrinum 16-22 ára til að taka þátt í norrænum handverksbúðum í Noregi, 8.-12. ágúst næstkomandi.

Fimm ungmennum frá Íslandi býðst að taka þátt en þátttakendur koma frá öllum norðurlöndunum auk Eistlands. Handverksnámskeiðin sem boðið er upp á eru afar fjölbreytt og má þar nefna tálgun úr ferskum viði, trérennismíði, fatasaum, leðursaum, pappírsvinnu, spjaldvefnað, útsaum og prjón. Búðirnar fara fram í lýðháskólanum Romerike í Akershus, nálægt Osló, í fallegu umhverfi með frábærum útivistarmöguleikum. Norðmenn hafa aflað styrkja sem gera að verkum að þátttökugjöld eru einungis 19.500 kr. en í því er innifalin gisting, ferðir til og frá flugvelli, allar máltíðir, vinnustofurnar og allt hráefni (allt nema flugfar!).

Nánari upplýsingar má finna hér