Námskeið í myndvefnaði og spjaldvefnaði

Námskeið í myndvefnaði og spjaldvefnaði

Vefnaður af ýmsu tagi nýtur vinsælda um þessar mundir. Í myndvefnaði er uppistaðan strekt á blindramma en í spjaldvefnaði er notast við sérstök pappaspjöld við vefnaðinn. Námskeið í þessum tegundum vefnaðar hefjast á næstunni í Heimilisiðnaðarskólanum.

Myndvefnaður

Vefnaður sem unnin er á blindramma. Myndvefnaður býður upp á marga möguleika í efnisvali og útfærslum og hefur þann góða kost að vera fyrirferðalítill. Nemendur hugi að myndefni fyrir námskeiðið, t.d. ljósmynd eða teikningu. Uppistaða strekkt á blindramma og efni valið í ívaf. Farið er í handbrögð, ýmsar vefnaðaraðferðir, frávik og frágang á myndum.

Kennari: Ólöf Einarsdóttir.

Lengd námskeiðs:  6 skipti = 18 klst.

Tími: 24. og 31. október, 7., 14., 21. og 18. nóvember þriðjudaga kl. 18:30 - 21:30.

Námskeiðsgjald: 44.200 kr. (39.700 kr. fyrir félagsmenn) - efni innifalið.

Staðsetning: Heimilisiðnaðarskólinn - Nethylur 2e

Skráning: skoli@heimilisidnadur.is eða í síma 551 5500

 

Spjaldvefnaður

Spjaldvefnaður er ævaforn vefnaðartækni sem hefur hér á landi þróast á sérstakan hátt. Spjaldofin bönd eru skrautleg og mjög sterk. Þau eru t.d. notuð í skreytingu á fatnað (víkingabúninga), belti, axlabönd, gítarólar og reiðtygi. Nemendur læra að setja upp vef eftir uppskrift, gera uppistöðu, þræða spjöldin og vefa nokkur tilbrigði af böndum með grunnaðferð.

Kennari: Philippe Ricart.

Lengd námskeiðs:  4 skipti = 12 klst.

Tími: 18. og 25. október, 1. og 8. nóvember - miðvikudaga kl. 18 - 21.

Námskeiðsgjald: 29.800 kr. (26.820 kr. fyrir félagsmenn) - efni er innifalið.

Staðsetning: Heimilisiðnaðarskólinn - Nethylur 2e

Skráning: skoli@heimilisidnadur.is eða í síma 551 5500