Námskeið í leirrennslu í Myndlistaskólanum í Reykjavík

Myndlistaskólinn í Reykjavík býður upp vikunámskeið í leirrennslu með leirlistamanninum Henrik Rasmussen. Námskeiðið verður haldið 24.-28. febrúar nk.

Markmið námskeiðsins er að nemandinn öðlist þjálfun í fjölbreyttum aðferðum og tækni sem beitt er á leirrennibekk. Áhersla er lögð á vönduð og skipulögð vinnubrögð en jafnframt er mikilvægt að nemandinn tileinki sér þá hugsun að rennibekkurinn sé tæki til sköpunar, ekki síður en tækniþjálfunar. Nemandinn er þannig hvattur til að hugsa sjálfstætt og þróa eigin aðferðir og nálgun við rennsluna.

Kennt er alla morgna, 24.-28. febrúar, frá kl 8.30-15.00, nema á fimmtudeginum, en þá er mæting kl 12.10.
Kennslan hefst hvern dag með sýnikennslu. Tekin verða fyrir mismunandi verkefni á hverjum degi. Lítil form; vasar, skál, bolli og handföng. Stór form; form rennt í pörtum. Tekatlar; búkur, handföng og stútur.
Verð: 50.000 kr
Leir og hrábrennsla er innifalin í verðinu.

Hér má sjá nánari upplýsingar um námskeiðið

Ath. Nemendur þurfa að hafa grunnþekkingu í leirrennslu til þess að taka þátt. Námskeiðið hentar því ekki fyrir byrjendur.

Skráning fer fram hér