Námskeið í Endurmenntunarskólanum

Fullt af áhugaverðum og spennandi námskeiðum á næstunni 

Í Endurmenntunarskólanum er boðið upp á námskeið við allra hæfi og einnig hagnýt námskeið sem geta aukið atvinnuréttindi þín. Námskeiðin eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

Dæmi um námskeið í boði eru:


Saumanámskeið fyrir byrjendur

Þátttakendum er kennt að tileinka sér grundvallaratriði í fatasaumi svo þeir geti unnið á saumavél og saumað flík að eigin vali.

Lesið í skóginn, ferskviðartálgun
Þátttakendur læra „öruggu hnífsbrögðin“ þar sem báðar hendur eru notaðar við tálgunina í senn og tálgað bæði að og frá líkamanum.

Útskurður í tré
Námskeiðið hentar byrjendum sem og lengra komnum því þátttakendum er mætt þar sem þeir eru staddir í útskurði. Kennd eru grunnatriði við útskurð í tré, kynnt efni og áhöld, kennd beiting útskurðarjárna og viðhald bits í þeim.

Innanhússhönnun
Á námskeiðinu er kennd rýmishönnun innanhúss í þeim tilgangi að nýta rýmið sem best. Farið er yfir efnisval, lýsingu, gólfefni, málsetningar og vinnuferli rýmis t.d. eldhúss og staðsetningu tækja þar.

SketchUp þrívíddarteikning
Á námskeiðinu er kennt á þrívíddarforritið SketchUp sem kemur frá Google og hægt að nálgast frítt á netinu. Forritið hentar fyrir margvíslegar teikningar svo sem af húsbyggingum, sólpöllum, innréttingum, innra skipulagi húsa, lóðum og jafnvel húslögnum.

Eldsmíði
Námskeið fyrir þá sem hafa áhuga á eldsmíði. Þátttakendur læra helstu vinnubrögð svo sem að slá fram, þrykkja, kljúfa og fleira. Smíðaðir eru til dæmis hnífar, gafflar, skóhorn eða kertastjakar.

Upplýsingar um þessi námskeið og fleiri á vef skólans, í síma 514 9602 eða á endurmenntun@tskoli.is