Námskeið á seinnihluta vorannar

Á seinnihluta vorannar býður Myndlistaskólinn í Reykjavík upp á nokkur stutt námskeið af fjölbreyttum toga. Námskeiðin fara fram bæði á Korpúlfsstöðum og við Hringbraut 121 og hefjast í febrúar og mars.

Grafík, vatnslitun, módelteikning og leirrennsla. Viðfangsefnin eru ólík og henta fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. Tilvalinn kostur fyrir þá sem vilja gera sér dagamun og læra eitthvað nýtt.

Skráning stendur nú yfir á vef skólans.

Áhugasömum er bent á að skrá sig tímanlega þar sem námskeiðin geta verið fljót að fyllast.