Nám í sjálfbærni og sköpun

NÁM Í SJÁLFBÆRNI OG SKÖPUN Í HALLORMSSTAÐASKÓLA

Nú er að hefjast nám í sjálfbærni og sköpun í Hallormsstaðaskóla. Námið byggir á sterkum grunni en í 90 ár hefur kennsla við skólann einkennst af áherslu á nýtingarmöguleika og sjálfbærni. Námið er bæði verklegt og bóklegt, þverfaglegt og krefjandi þar sem fengist er við hin stóru viðfangsefni nútímans með lærdóm fyrri kynslóða í farteskinu. Kennslan er nútímaleg og fjölbreytt með gagnvirkum kennsluháttum og lausnamiðuðu námi. Áhersla er á tæknilega færni og sjálfstæða verkefnavinnu nemenda og að þeir tileinki sér skapandi og gagnrýna hugsun þar sem framkvæmd og fræði eru tengd saman. 

Námið er á 4. hæfniþrepi og getur verið metið jafnt innan framhaldsskólastigs og háskólastigs.

 

Á vef skólans er hægt að kynna sér námið nánar.