Myndvefnaður er málið!

Um miðja næstu viku hefst sex vikna námskeið í myndvefnaði. Kennari á námskeiðinu er Ólöf Einarsdóttir textíllistakona. Myndvefnaður er vefnaður sem unnin er á blindramma. Þessi tegund vefnaðar býður upp á marga möguleika í efnisvali og útfærslum og hefur þann góða kost að vera fyrirferðalítill.  Gott er að nemendur hugi að myndefni fyrir námskeiðið, t.d. ljósmynd eða teikningu. Í upphafi er kennt að strekkja uppistöðu á blindramma og efni valið í ívaf. Farið er í handbrögð, ýmsar vefnaðaraðferðir, frávik og frágang á myndum.  Skráning í síma 551 5500 eða á netfangið skoli@heimilisidnadur.is

Myndvefnaður – 6 vikur
Kennari: Ólöf Einarsdóttir.
Lengd námskeiðs: 6 skipti = 18 klst.
Tími: 1., 8., 15., 22. og 29. mars og 5. apríl miðvikudaga kl. 18 - 21.
Námskeiðsgjald: 44.200 kr. (39.700 kr. fyrir félagsmenn HFÍ) - efni er innifalið
Staðsetning: Nethylur 2e

 Sjá nánar á vef Heimilisiðnaðarskólans