Menningarnótt 2021

Senn líður að langþráðri Menningarnótt! Ertu með hugmynd?

Þann 21. ágúst næstkomandi verður langþráð Menningarnótt haldin hátíðlega í Reykjavík. Borgarbúum verður boðið upp á fjölbreytt úrval skemmtilegra viðburða í miðborginni þetta síðsumarskvöld.

Nú er hægt að sækja um styrki í Menningarnæturpottinn, óskað er eftir skemmtilegum hugmyndum frá listafólki, íbúum, félagasamtökum, kaupmanninum á horninu og öllum öðrum sem hafa áhuga á að lífga upp á borgina á Menningarnótt. 

Senda inn umsókn í Menningarnæturpottinn.

Menningarnótt fer fram með fyrirvara um breytingar vegna sóttvarna.

www.menningarnott.is