Magnea . Anita Hirlekar

Verið hjartanlega velkomin á opnun nýrrar konsept verslunar við Garðastræti 2, laugardaginn 1. apríl kl. 16-19. Fata- og textílhönnuðirnir Anita Hirlekar og Magnea Einarsdóttir sameinast undir einu þaki og munu bjóða upp á vörur frá eigin merkjum.

Konsept verslunarinnar er samtal hönnuðanna sem báðar leggja áherslu á textíl og áferðir í hönnun sinni en nálgun þeirra er gjörólík. 
Leiðir hönnuðanna lágu fyrst saman í Central Saint Martins listaháskólanum í London þar sem Anita lagði áherslu á prent en Magnea á prjón. Báðar hafa þær verið tilnefndar til Hönnunarverðlauna Íslands fyrir verk sín.
Reglulega munu hönnuðirnir fá til liðs við sig þriðja listamanninn til að útfæra rýmið og flíkurnar á nýjan hátt. Rýmið er hrátt, hugsað sem tómur strigi fyrir listamanninn hverju sinni. 
Myndlistakonan Auður Ómarsdóttir mun skapa rýmið fyrir opnunina. Auður vinnur með fjölbreytta miðla í list sinni, allt frá málverki til kvikmynda en hún opnaði á dögunum einkasýningu í Ljósmyndasafni Íslands.
Sjá nánar hér