Magamál

Sýning í Gallerí Gróttu.

20. maí - 5. júní 2021

 
MAGAMÁL er samvinnuverkefni Helgu Hrannar Þorleifsdóttur og Ingibjargar Óskar Þorvaldsdóttur. Þær vinna í svörtum leir með innblástur frá íslenskri náttúru og veðráttu. Þetta eru handunnin og handmáluð matarílát sem samanstanda af diskum, skálum, fötum og bökkum ýmiskonar, sem spila saman í matarlínu sem nefnist MAGAMÁL.
 
- Helga Hrönn Þorleifsdóttir útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1991, sem grafískur hönnuður. Hún er með diplóma frá Prisma á vegum Listaháskóla Íslands og Hàskólanum á Bifröst og í Mótun –leir frá Myndlistaskóla Reykjavíkur. Helga rekur vinnustofu ásamt fleiri listamönnum í Íshúsi Hafnarfjarðar að Strandgötu 90.
- Ingibjörg Ósk Þorvaldsdóttir útskrifaðist frá Kennaraháskóla Íslands með sögu og textílmennt sem valgreinar og sömuleiðis réttindi til smíðakennslu frá sama skóla. Hún lauk diplómanámi í Mótun frá Myndlistaskólanum og er með vinnuaðstöðu í Íshúsi Hafnarfjarðar.
 

Á Facebook síðu Gallerí Gróttu má finna nánari upplýsingar um sýninguna

Vefsíða Ingibjargar / Ingibjörg Ósk á Instagram