LUMAR ÞÚ Á HUGMYND FYRIR MENNINGARNÓTT?

Menningarnótt verður haldin þann 18. ágúst næstkomandi og því er kallað eftir hugmyndum til þess að fylla inn í viðburðalandslagið.

Menningarnæturpotturinn er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Landsbankans sem hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi. Veittir verða styrkir úr pottinum, 100 - 500.000 kr. til einstaklinga og hópa sem vilja skipuleggja fjölbreytta og áhugaverða viðburði í tilefni af Menningarnótt.

Opið er fyrir umsóknir til og með 24. maí.

Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar má finna hér