LOKABALL - Kron by Kronkron

LOKABALL - þriðjudagur - 18. september - kl. 20-22

Sýningunni Undraveröld Kron by Kronkron lýkur auðvitað með lokaballi. 

Salsahljómsveitin Mabolitos gleður okkur með nærveru sinni.

Hljómsveitina skipa Alexandra Kjeld (kontrabassi, söngur), Daníel Helgason (gítar, tres), Kristofer Rodriguez Svönuson (slagverk) og Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir (básúna, fiðla). Efnisskrá bandsins er sambland af uppáhaldssalsanúmerum hljómsveitarmeðlima og frumsömdum latínukvæðum.  

Þá er bara að skella sér í dansskóna. 

Lokaballið er í boði Hönnunarsafns Íslands.