Um er að ræða markað lista- og handverksfólks og þar mun kenna ýmissa grasa, myndlist, handverk ýmiss konar, textíll, tónlist , ljóð, bækur og ljósmyndir.
Upplagt að koma og versla eitthvað sniðugt í jólapakkann eða til að gleðja í skammdeginu.
Þátttakendur eru: Karl Guðmundsson, Fanney Kristjáns Snjólaugardóttir, Fjóla Björk / Lukonge, Oktavía H. Ólafsdóttir, Guðrún Hadda, Jóna Bergdal, Guðmundur Ármann Sigurjónsson, Ragnar Hólm, Jónasína Arnbjörnsdóttir, Hrönn Einarsdóttir, Hildur Marinósdóttir / HM Handverk, Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, Hilma Eiðsdóttir Bakken, Birna Friðriksdóttir / Gjóska, Triin Kukk, Sigurður Mar Halldórsson, Jóhann Thorarensen, Karl Jónas Thorarensen og Anita Karin Guttesen.
Heitt kakó og piparkökur.