Lífið í þorpinu - Árbæjarsafn

Árbæjarsafn
Sunnudag 4. júní kl. 13:00 – 16:00

Lífið í þorpinu
Það verður ýmislegt um að vera á Árbæjarsafni í sumar og næstkomandi sunnudag býðst gestum að njóta þess að upplifa ferðalag aftur í tímann. Að þessu sinni verður áherslan lögð á lífið í þorpinu. Gestir fá að kíkja í heimsókn og það er víst að heimilisfólkið mun ekki sitja auðum höndum. Gestir geta kíkt í prentsmiðjuna og fengið að spreyta sig á því að prenta auk þess að gæða sér á lummum í Hábæ. Í Nýlendu situr spákona og býður gestum og gangandi í stutt spjall. Hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér? Starfsfólk klæðist fatnaði sem tíðkaðist á 19. öld og húsfreyjan í Árbæ býður upp á nýbakaðar lummur og á baðstofuloftinu situr kona við tóskap. Í haga eru kindur og lömb og um stígana vappa landnámshænur.

Að vanda verður heitt á könnunni í Dillonshúsi.

Ókeypis aðgangur fyrir börn, eldri borgara, öryrkja og menningarkortshafa.