Legg í lófa

Textílfélagið tekur þátt á Hönnunarmars með sýninguna Legg í lófa í Rammagerðinni í Hörpu.

Tuttugu og eitt ör-handverk verða í Rammagerðinni í Hörpu í Reykjavíkur 3.-7. maí. Þeim er komið fyrir í litlu rými á hjólum, sem er rúmlega einn rúmmeter að stærð. Hægt er að fylgjast með verkunum í gegnum lítil göt á rýminu á meðan á Hönnunarmars stendur. Efnistökin eru fjölbreytt; verkin eru ofin, vafin, saumuð, prjónuð, lituð og teiknuð. Hvert og eitt eins og handgert lítið leyndarmál sem einn bjartan vormánuð fær að líta dagsins ljós.
Staðsetning: Rammagerðin í Hörpu
Sýningin stendur daga 3. til 7.maí 2023 og er opin sem hér segir:
3. maí: 12:30 – 19:00
4. maí: 16:00 – 19:00
5. maí: 11:00 – 19:00
6. maí: 12:00 – 17:00
7. maí: 13:00 – 17:00
Þátttakendur:
Anna Gunnarsdóttir
Arnþrúður Ösp Karlsdóttir
Brynhildur Þórðardóttir
Diljá Þorvaldsdóttir
Drífa Líftóra
Edda Mac
Gerður Guðmundsdóttir
Guðrún Hadda Bjarnadóttir
Guðrún Kolbeins
Harpa Jónsdóttir
Helga Rut Einarsdóttir
Hrafnhildur Sigurðardóttir
Inga Björk Andrésdóttir
Íris Ólöf Sigurjónsdóttir
Judith Amalía Jóhannsdóttir
Karín María Sveinbjörnsdóttir
Kristveig Halldórsdóttir
Margrét Guðnadóttir
Olga Bergljót Þorleifsdóttir
Ólöf Ágústína Stefánsdóttir
Sigrún Halla Ásgeirsdóttir
Þorgerður Hlöðversdóttir
Sýningarstjóri: Edda Mac