Leðursaumsnámskeið í Hvítlist

Nú er komið að leðursaumsnámskeiði í Hvítlist.

Námskeiðið er haldið helgina 23. og 24. september og er kennt báða dagana frá 09:30-16:00.
Kennari er Signý Ormarsdóttir

Vinsamlegast sendið póst á netfangið astagudrun@hvitlist.is ef þið hafið áhuga á að skrá ykkur á námskeiðið.
Eingöngu eru 10 laus sæti á hvert námskeið og því komast færri að en vilja.

Námskeiðsgjaldið er 20.000kr.
Efniskostnaður er ekki innifalinn en veittur er afsláttur af efni á meðan á námskeiðinu stendur.

Þeir sem næla sér í pláss á námskeiðið fá svo nánari upplýsingar varðandi greiðslur og hvað þarf að hafa meðferðis þegar nær dregur.