Kynning á námskeiðum og prjónakaffi

Prjónakaffi og kynning á námskeiðum 9. janúar 2020

Heimilisiðnaðarfélag Íslands Nethyl 2e

Fyrsta prjónakaffið á nýju ári er fimmtudagskvöldið 9. janúar. Þetta kvöld verður námskeiðsframboð Heimilisiðnaðarskólans vorið 2020 kynnt (sjá bæklinginn hér). Kennarar og sýnishorn á staðnum - sjón er sögu ríkari. Námskráin inniheldur hátt í fjörutíu námskeið og má þar nefna vefnað, útsaum, tóvinnu, baldýringu, knippl, körfugerð, litun og þjóðbúningasaum auk sápugerðar, töskusaums, tálgunar og hattagerðar. Húsið í Nethyl 2e opnar kl. 19 en kynning hefst kl. 20.
Ljúffengar kaffiveitingar á vægu verði - allir velkomnir!

Sjá nánar um prjónakaffið á Facebook

www.heimilisidnadur.is