Krosssaumur Karólínu á HönnunarMars

Krosssaumur Karólínu á HönnunarMars
Heimilisiðnaðarfélagið í samstarfi við Saumakassann og Borgarsögusafn tekur þátt í HönnunarMars dagana 19.-23. maí.

Í Aðalstræti 10 verður sýndur afrakstur spennandi samstarfsverkefnis sem felst í gerð útsaumspakkkninga (sjá nánar hér). Textílhönnuðurinn Lára Magnea verður á staðnum, sýnishorn af útsaumi og uppsettum púðum auk þess sem fyrstu 12 mismunandi pakkningarnar verða frumsýndar og til sölu.
Opnunartími:
Miðvikudag kl. 11-18
Fimmtudag kl. 11-18
Föstudag kl. 11-17
Laugardag kl. 11-17
Sunnudag kl. 12-17

Krosssaumur Karólínu - viðburðir
Ýmsir viðburðir verða í tengslum við Krosssaum Karólínu í Aðalstræti 10 á HönnunarMars.
Kanntu krosssaum? - miðvikudag kl. 16-17 (sjá hér).
Karólína (fyrirlestur í streymi) - fimmtudag kl. 12 (sjá hér).
Kanntu krosssaum? - föstudag kl. 16-17 (sjá hér).
Saumaklúbbur Karólínu - laugardag kl. 14-15 (sjá hér).
Saumaklúbbur Karólínu - sunnudag kl. 14-15 (sjá hér).

Verið velkomin!