Kjerringøy Land Art Biennale Nord - opið fyrir umsóknir

Opið fyrir umsóknir

Kjerringøy Land Art Biennale Nord 2.-11. ágúst 2019

Umsóknarfrestur fyrir tillögur er til 19. ágúst 2018.


Tvíæringurinn Kjerringøy Land Art Biennale Nord verður haldinn 2.-11. ágúst 2019 í Norður-Noregi.

Listamönnum úr öllum miðlum, er boðið að sækja um að vinna að staðbundnu „landlistarverkefni“ með og innan náttúru og umhverfis Kjerringøyi í​​ Norður-Noregi, frá föstudegi 2. ágúst til sunnudags 11. ágúst 2019. Þátttakendur verða að vera á staðnum þessa daga.

Listamenn frá mismunandi listrænum greinum geta sótt um, þ.á.m. sjónrænar listir, hljóð- og tónlist, dans- og leiklist.

Listamenn frá eftirfarandi löndum geta sótt um: Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku, Grænlandi, Færeyjum, Íslandi og Barents-svæðinu.

Nánari upplýsingar (á ensku) má finna hér  og hér og á Facebook.