Keramikhönnuður í vinnustofudvöl


Ada Stańczak er keramikhönnuður og rannsakandi sem býr og starfar í Reykjavík. Hún lauk námi í menningarfræðum frá Háskólanum í Varsjá og keramiknámi frá Myndlistarskólanum í Reykjavík. Hún flutti til Íslands fyrir fimm árum og við það kviknaði áhugi hennar á því að rannsaka hvernig íslenskur efniviður eins og leir, jarðvegur, hraun og steinar geta haft áhrif á það að tilheyra ákveðnum stað eða landi.

Á meðan á dvölinni stendur mun Ada rannsaka möguleika jarðefnanna sem litarefni fyrir keramik. Gestir geta fylgst með tilraunum, vöruþróun og gerð verka frá upphafi að fullgerðri vöru. Einnig geta gestir verslað beint frá hönnuðinum.
Ada mun standa fyrir námskeiðum og vinnusmiðjum á meðan á dvölinni stendur.

Upplýsingar verða settar á heimasíðu safnsins og samfélagsmiðla. Sjá: www.honnunarsafn.is

Vinnustofudvölinni lýkur 14. maí 2023.