Jónsmessugleði Grósku 2021

Jónsmessugleði Grósku verður haldin í tólfta sinn þann 24. júní 2021 með þemanu leiktjöld litanna. Jónsmessugleði er myndlistarsýning við Strandstíginn í Sjálandshverfi Garðabæjar sem Gróska, félag myndlistarmanna í Garðabæ, stendur fyrir og að venju bjóðum við gestalistamönnum að taka þátt. Allir sem hafa áhuga eru velkomnir þannig að endilega áframsendið þetta þátttökuboð til félagsmanna ykkar og myndlistarmanna sem þið þekkið.

Þátttökugjaldið er 3.500 kr. en innifalið í því er sérhannaður Jónsmessustrigi fyrir myndverk ásamt lokahófi eftir Jónsmessugleði þar sem sýnendum ásamt mökum er boðið upp á sælkerasúpu og aðrar ljúfar veitingar. Greiða þarf þátttökugjaldið inn á reikning Grósku 0546-26-010310, kt. 520510-0440 eða við afhendingu strigans.

Skráningarfrestur hefur verið framlengdur til og með 6. júní og skráning fer fram hér. 

Á Jónsmessugleði Grósku er jafnframt boðið upp á dagskrá með listviðburðum og gleðinni lýkur með sameiginlegum gjörningi sýnenda. Þúsundir gesta hafa streymt á Jónsmessugleði Grósku á hverju ári og þetta er því kjörið tækifæri fyrir listamenn til að koma sköpun sinni á framfæri og kynnast öðrum listamönnum.

Sýnendur taka þátt í sameiginlegri undirbúningsvinnu og er skipt niður í framkvæmdanefndir þar sem hver nefnd hefur fyrirfam gefinn verkefnaramma.

Jónsmessugleði Grósku á Facebook