Jólapartý NORR11 í dag kl. 17

Í dag, fimmtudaginn 1. des. kl. 17 verður haldið Jólapartý í NORR11, Hverfisgötu 18a.
Þar verður Svartaskógur, samstarfsverkefni NORR11 og Postulínu kynntur. Margir þekkja jólatrén frá Guðbjörgu Káradóttur og Ólöfu Jakobínu Ernudóttur í Postulínu en þau koma nú í fyrsta skipti svört, bæði mött og glansandi, í sérstakri útgáfu sem verður eingöngu fáanleg í NORR11. Varan kemur í takmörkuðu upplagi og fer í sölu kl. 17 í dag.

Þá verður einnig kynnt til leiks Guðrún Helga fatahönnuður, sem mun sýna og selja yfirhafnir sínar hjá Norr11 fyrir jólin. Flíkurnar eru framleiddar hér á landi ur íslensku mokkaskinni og hágæða ull. Mikil áhersla á smáatriði og gæði efna gera flíkurnar einstakar.

Verið velkomin í Jólapartý NORR11 í dag!