Jólamarkaður PopUp - opið fyrir umsóknir

PopUp Verzlun leitar nú að þátttakendum fyrir jólamarkað PopUp sem verður haldinn í Listasafni Reykjavikur Hafnarhúsi laugardaginn 24 nóvember 2018. Opnunartími verður frá klukkan 11 til 17.

Hönnuðir, fyrirtæki, studio & myndlistarfólk er hvatt til að sækja um fyrir 26. október.

Öllum umsóknum verður svarað mánudaginn 29. október. 

Sækja verður um þátttöku á; popup.verzlun@gmail.com
Með umsókn þarf að fylgja:

  • ein mynd í prentgæðum sem nota má í fjölmiðlum, ásamt hlekk á vörur/vörumerki.
  • Nafn merkis og fullt nafn tengiliðs, símanúmer og netfang.
  • Einnig er gott er að fá stutta línu um vörumerki/vöru/listamann.

Val á þátttakendum er í takt við stefnu PopUp Verzlunar.