Jólamarkaður í Heiðmörk

Jólamarkaðurinn í Heiðmörk er opinn allar helgar á aðventunni milli kl. 12 og 17. Í ár er Jólamarkaðstréð prýtt jólaskrauti eftir Védísi Jónsdóttur hönnuð. Efniviðurinn í skrautið eru gamlar, skemmdar og óseljanlegar lopapeysur úr fataflokkun Rauða krossins.

Söluaðilar: Fjórðu helgi í aðventu, 18.-19. desember verða spennandi söluaðilar á handverksmarkaðinum í Elliðvatnsbænum: Sauðfjárbúið Ytri-Hólmi – R-rabarbari – Wildflowers – Íslensk hollusta – Sigríður & Ólöf – Rababaría – Sýsla jólasveinaspil – SVK tréhandverk – Kolbrún, Prjón Íslenskt – Helgi Skúlason, ljósmyndir – Fengr – Hraundís – Dýrahjálp Íslands.

Handverksmarkaðurinn í Elliðavatnsbænum verður opinn laugardag og sunnudag kl. 12-17.

GRÍMUSKYLDA er á handverksmarkaðinum.

Skógræktarfélag Reykjavíkur stendur fyrir fjölbreyttum viðburðum í aðdraganda jólanna þar sem notaleg jólastemning og skógrækt eru í forgrunni. Í ár verður ekki aðeins jólamarkaður við Elliðavatn og Jólaskógur á Hólmsheiði, heldur líka jólatrjáasala á Lækjartorgi.
Jólamarkaður við Elliðavatnsbæ í Heiðmörk er haldinn allar aðventuhelgar. Undanfarin ár hefur verið mikil og ljúf jólastemming á markaðnum á aðventunni og ánægjulegt að sjá að heimsókn á jólamarkaðinn hefur fest sig í sessi sem aðventuhefð hjá mörgum.
Með jólamarkaðnum vill félagið stuðla að ævintýralegri upplifun í vetrarparadísinni Heiðmörk þar sem fólk getur notið útiveru í skóginum, valið jólatré og einstakar gjafir á handverksmarkaðnum og fengið sér hressingu. Félagið selur að sjálfsögðu aðeins íslensk jólatré af ýmsum gerðum. Fyrir hvert selt tré eru 50 gróðursett. Á handverksmarkaðnum er sérstök áhersla lögð á einstakt handverk og matvæli.

Nánari upplýsingar um Jólamarkað í Heiðmörk má finna hér.