Jólamarkaður í Gamla bíó

Jólamarkaður í Gamla bíó föstudaginn 21. des. og laugardaginn og 22. des frá kl. 15. 

Allskyns varningur og góðgæti verður á boðstólunum: ilmandi kakó, vöfflur, jólaglögg o.fl. ljúfmeti verður í létta jóla-kaffihúsinu sem poppa mun upp í andyrinu. Það verður kósý jólastemming í þessu fornfræga og fallega húsi í hjarta borgarinnar. Á markaðnum mun svo ægja saman handverki, hönnun, list, framandi varning og skemmtilegri tónlist. 

Það er Markaðstorg hins himneska friðar í samstarfi við Gamla bíó sem stendur fyrir þessum skemmtilegheitum. Um 20 söluaðilar og listamenn verða á svæðinu og allir ættu að geta fundið eitthvað fallegt í jólapakkann: íslenska hönnun, skart, margskonar list , handofin silkisjöl frá framandi slóðum, fatnaður, ódýrar barnabækur og allskyns gersemar til að gleðja sína nánustu eða bara okkur sjálf.

DJ Sir Dancealot og Kiddi Kanína sjá um að við höfum ljúfa og hressa tóna til að halda uppi rétta jólaandanum. 

Hér má finna nánari upplýsingar um jólamarkaðinn