Íslenskir rúnaskartgripir á alþjóðlegum markaði

Alrún Nordic Jewelry hefur á undanförnum árum getið sér gott orð á alþjóðlegum markaði en fyrirtækið var stofnað árið 1999.  Rúnasmiðurinn Jón Bjarni Baldursson byggir viðskiptahugmynd sína á óvenjulegum en jafnframt áhrifaríkum rúnatáknum sem fangað hafa athygli fólks víða um heim. Rúnaskartgripirnir eru til sölu í níu löndum. Nýverið tók ein flottasta hönnunarverslunin í London, Wolf and Badger, skartgripina í sölu og tók að því tilefni viðtal við Jón Bjarna nú í október til að fá innsýn í hugarheim hönnuðarins. Smelltu hér til að sjá viðtalið.