Íslensk bókverk á sýningu í Bandaríkjunum

Þann 30. janúar 2018 opnaði sýningin JAÐARLAND / BORDERLAND í KCC Center for Book Arts í University of Southern Maine í Portland, Maine, í Bandaríkjunum.

Ellefu ARKIR og tveir bókbindarar frá bókbandsverkstæðinu Bóklist sýna verk sín. 

Sýningin stendur til 30. apríl og er öllum opin og ókeypis.

Verk á sýningunni eiga: Anna Snædís SigmarsdóttirArnþrúður Ösp KarlsdóttirÁslaug JónsdóttirBryndís BragadóttirHelga Pálína BrynjólfsdóttirIngiríður ÓðinsdóttirKristín GuðbrandsdóttirKristín Þóra GuðbjartsdóttirJóhanna Margrét TryggvadóttirSigurborg Stefánsdóttir,  Svanborg Matthíasdóttir og bókbindararnir Ragnar Gylfi Einarsson og Guðlaug Friðriksdóttir

Sýningarstjóri er Rebecca Goodale.

Sjá nánar á  vef ARKANNA