Illums Bolighus x Icelandic Design

Velkomin á opnun sýningarinnar fimmtudaginn 24. maí kl.15-18, þar sem skálað verður fyrir því besta í íslenskri samtímahönnun.

Íslensk hönnun mun skipa stóran sess þegar sýningin Illums Bolighus x Icelandic Design opnar í Illums Bolighus á Strikinu þann 24. maí nk. Viðburðurinn er hluti af hátíðinni 3daysofdesign sem haldin er í Kaupmannahöfn dagana 24.-26. maí. Allir velkomnir.

Illums Bolighus, er þekktasta hönnunarvöruhús Dana þar sem norrænni hönnun hefur verið gerð góð skil í meira en 75 ár. Á hátíðinni 3daysofdesign beinir Illums sjónum að íslenskri hönnun sem undanfarin ár hefur tekið sér stöðu á sviði norrænnar hönnunar, með sýningu í verslun sinni við Amagertorv. 

Sýningin er unnin í samstarfi Illums Bolighus, Hönnunarmiðstöðvar Íslands og Sendiráðs Íslands í Kaupmannahöfn í tilefni af aldarafmæli fullveldisins.

Sýnendur eru: FÓLK, AGUSTAV, MARÝ, Bjarni Sigurdsson Ceramics, SKATA, ANNA THORUNN, Dögg Design, Erla Sólveig Óskarsdóttir, Berlinord, Fuzzy, FÆRID, Bryndís Bolladóttir, Thorunn Árnadóttir, Ragna Ragnarsdóttir og Kjartan Óskarsson.

Sjá nánar um viðburðinn á Facebook.