Hvítur - sýning á Akranesi

Farandsýningin HVÍTUR 40 ára afmælissýning Leirlistafélags Íslands hefur verið opnuð í Akranesvita 

Sýningin stendur til 18. sept. og er opin alla daga kl. 12 -16.

Á 40 ára afmælisári Leirlistafélags Íslands verður lögð áhersla á sýnileika félagsins í sem víðasta samhengi og boðið til ýmissa viðburða. Einn þeirra verður farandsýningin Hvítur, sem nú verður opnuð í Vitanum á Akranesi. Sýningin var í Listasafni Árnesinga í júní og í Mjólkurbúðinni á Akureyri í júlí. Sýningin mun nú ljúka ferð sinni um landið í Vitanum á Akranesi. Þema sýningarinnar er Hvítur. Öll umgjörð og verk sýningarinnar er hvít, á vegg eða gólfi.
 
Þátttakendur:
Bjarni Viðar Sigurðsson
Kolbrún Sigurðardóttir
Ragnheiður Ingunn Ágústsdóttir
Auður Gunnur Gunnarsdóttir
Auður Inga Ingvarsdóttir
Ása Tryggvadóttir
Daði Harðarson
Dagný Gylfadóttir
Dóra Árnadóttir
Drífa Káradóttir
Elín Guðmundsdóttir
Elísabet Haraldsdóttir
Erla Huld Sigurðardóttir
Guðný Hafsteinsdóttir
Guðný M. Magnúsdóttir
Guðrún Indriðadóttir
Halla Ásgeirsdóttir
Hólmfríður Vídalín Arnagrímsdóttir
Ingunn Erna Stefánsdóttir
Katrín Valgerður Karlsdóttir
Kristbjörg Guðmundsdóttir
Kristín Sigfríður Garðarsdóttir
Margrét Árnadóttir
Margrét Jónsdóttir
Olga Dagmar Erlendsdóttir
Ragna Ingimundardóttir
Sandra Borg Gunnarsdóttir
Sigríður Ágústsdóttir
Svetlana Matusa
 

Upphaf Íslenskrar leirlistar er rakið aftur til ársins 1930. Saga greinarinnar er því mjög stutt. Árið 1969 var byrjað að kenna leirlist sem listgrein við Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Í mars 1981 var félagið stofnað og bar nafnið félag íslenskra leirlistamanna. Félagið var ætlað öllum menntuðum leirlistamönnum hvort sem þeir unnu að nytjalist eða frjálsri myndlist. Takmarkið var og er að efla veg og virðingu greinarinnar á Íslandi ásamt því að koma upp faglegu félagi með sambönd út í heim svo íslenskt leirlistafólk gæti fylgst með straumum og stefnum sem víðast. Nafn félagsins í dag er Leirlistafélag Íslands.