Hugarhönd í Kirsuberjatrénu

"Hugarhönd" nefnist samsýning mæðgininna Aldísar Einarsdóttur og Davíðs Georgs Gunnarssonar sem stendur yfir í Kirsuberjatrénu fram á laugardag. Aldís verður sjálf á svæðinu frá kl. 12 á laugardaginn og því tilvalið að koma og hitta á hana. 

Aldís nam leirmunagerð undir handleiðslu Gerhard Scwarz, yfirhönnuðar Glits til margra ára. Hún hefur í áraraðir starfrækt sitt eigið leirmunaverkstæði í Reykjavík og er án efa einn alfærasti handrennari á Íslandi.
Davíð Georg er mastersnemi í arkitektúr við Konunglega Listaháskólann í Kaupmannahöfn. Hann hefur frá unga aldri haft brennandi áhuga á listum og hefur komið sér vel að hafa aðgang að leirmunaverkstæði móður sinnar.
 
Verið velkomin, sýningin stendur til og með 13. nóvember í Kirsuberjatrénu, Vesturgötu 4.