Hringrás sýning Ólafar Einarsdóttur

Hringrás | Sýning Ólafar Einarsdóttur

Borgarbókasafnið | Menningarhús Kringlunni

 Ólöf Einarsdóttir opnar sýninguna HringrásÓlöf Einarsdóttir lauk námi úr Textíldeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1985. Hún hefur síðan haldið einkasýningar á Íslandi og erlendis og tekið þátt í fjölda samsýninga víða um heim. Ólöf hefur einkum notað spjaldvefnað í listsköpun sinni, ofið bæði veggverk og þrívíð verk í rými. Myndefnið hefur hún gjarnan sótt til íslenskrar náttúru og er efniviðurinn þræðir s.s. hör, hrosshár, snæri og ull.

Í sýningunni Hringrás lítur Ólöf til myndheims sem handverk fortíðarinnar birtir okkur, aðallega til hins keltneska, sem helst hefur verið sýnilegur í handverkshefðum silfursmíði og tréskurðar á Íslandi. Hún tengir þessi fornu form nútímanum með því að vinna smærri myndverk og skartgripi með hinni ævafornu vefnaðaraðferð, spjaldvefnaði, og byggja á þeim formum, einkum hringforminu. 

Sýningin stendur til 15. apríl.