Hringiða - samsýning textíldeildar Myndlistaskóla Reykjavikur
30. júní, 2020
FG
Verið velkomin í Gryfjuna í Ásmundarsal á samsýninguna Hringiðu í júlí.
Þar sýna útskriftarnemendur textíldeildar
Myndlistaskóla Reykjavíkur lokaverkefnin sem unnin voru á vorönn. Samhliða sýningunni mun þær gera nýjar tilraunir sem gætu orðið upphaf nýrra verka.
Í þeirri vinnu nota þær sama efnivið og aðferðafræði sem þær unnu með í útskriftarverkum sínum.
Sýningin er þrískipt, þar sem tvær sýna í senn. Því verða ný verkefni til sýnis í hverri viku.
1. - 6. júlí | Judith Amalía Jóhannsdóttir & Ólöf Ágústína Stefánsdóttir
9. - 14. júlí | Guðný Maren Valsdóttir & Marta Heiðarsdóttir
17. - 22. júlí | Drífa Thoroddsen & Ragnheiður Íris Ólafsdóttir