Hönnunarverðlaun Íslands 2019 - kallað eftir ábendingum!

Hönnunarverðlaun Íslands 2019
- kallað eftir ábendingum!

Hvaða verk á sviði hönnunar og arkitektúrs hefur skarað fram úr og á skilið
Hönnunarverðlaun Íslands 2019?

Óskað er eftir ábendingum en hægt er að benda á eigin verk eða verk annarra
til miðnættis miðvikudaginn 11. september 2019.
Verðlaunaafhending og málþing þeim tengt fer fram 14. nóvember 2019.

„Hönnunarverðlaunin eru mjög mikilvæg fyrir okkur sem viðurkenning á vinnu okkar og staðfesting á því að við séum á réttri leið. Þau eru jafnframt mikilvæg fyrir viðskiptavini okkar, samstarfs- og framkvæmdaraðila, en verk arkitekta verða auðvitað til við samvinnu margra. Verðlaun af þessu tagi eru einnig verðmæt kynning fyrir alla hlutaðeigandi og virka hvetjandi fyrir verkkaupa, bæði okkar og aðra, til að leggja metnað í hönnun í verkefnum sínum,“ segja Basalt Arkitektar, handhafar Hönnunarverðlauna Íslands 2018

Sjá nánar á vef Hönnunarmiðstöðvar Íslands