Hönnunarskólinn- í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands

Langar þig að kynnast því hvernig hönnuðir og hugmyndasmiðir vinna?

Í Hönnunarskólanum fá þáttakendur innsýn inn í störf og aðferðarfræði hönnuða.
Í gegnum samtöl, skissur og frumgerðir gefst innsýn inn í það hvað felst í því að vera arkitekt, spilahönnuður, vöruhönnuður, fatahönnuður og matarhönnuður.
Sjö hönnuðir koma að kennslu á námskeiðinu sem er byggt þannig upp að í fyrstu tvö skiptin er unnið arkitektaverkefni, næstu tvö spilahönnunarverkefni og þannig koll af kolli.

Hefst: 4. febrúar 2020
Tími: Þri · kl 16:00-18:00
Staðsetning: Hönnunarsafn Íslands
Lengd: 10 vikur
Kennslustundir: 20
Aldur: 13-16 ára
Kennarar: Sigríður Sigurjónsdóttir, Signý Þórhallsdóttir, Halla Hákonardóttir, Embla Vigfúsdóttir, Björn Steinar Blumenstein, Kristján Örn Kjartansson og Lóa Hlín Hjálmtýrsdóttir
Verð:39.900 kr.

Sjá nánar um Hönnunarskólann hér