Hönnunarmiðstöð Íslands verður Miðstöð hönnunar og arkitektúrs
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs er hreyfiafl sjálfbærrar verðmætasköpunar sem byggir á hönnun og arkitektúr. Miðstöðin stuðlar að auknu samstarfi milli hönnuða og fyrirtækja og vinnur að því að efla hönnunardrifna og notendavæna nýsköpun sem mótandi afl í menningu, samfélagi og atvinnulífi framtíðar á Íslandi.
Miðstöð hönnunar og arkitektúrs mun í auknum mæli leggja áherslu á hönnunardrifna nýsköpun sem stuðlar að verðmætasköpun og betra samfélagi.
Markmiðið er að íslensk fyrirtæki og hið opinbera telji sjálfsagt að nýta sér hönnun sem aðferð og tæki í nýsköpun til að ná fram breytingum í þágu lífsgæða, umhverfis og atvinnulífs. Hönnunarmiðstöð Íslands hefur verið starfrækt í áratug og lagt áherslu á mikilvægi hönnunar og arkitektúrs fyrir samfélagið, menningu og atvinnu- og efnahagslíf. Vitund og áhersla á íslenska hönnun hefur gjörbreyst á þessum tíma. Íslensk hönnun og HönnunarMars eru þekkt víða um heim og Hönnunarmiðstöð á Íslandi er vel þekkt í fagsamfélagi sínu á Norðurlöndum og víðar í Evrópu og Bandaríkjunum. Á þessum tímamótum telur stjórn tímabært að skerpa á hlutverki miðstöðvarinnar og um leiðbæta arkitektúr inn í nafnið sem fellur betur að alþjóðlegum áherslum.
Samhliða nýju einkenni fer nýr vefur Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs í loftið.