HönnunarMars 2020 - opið fyrir umsóknir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um þátttöku í HönnunarMars 2020. Vinsamlegast athugið að umsóknarferlið er styttra en áður svo tími gefist til að vanda betur til undirbúnings og kynningarstarfs. Umsóknarferlið stendur frá 10. sept. til 10. nóv. 2019.

Hverjir eiga að sækja um?

- hönnuðir, arkitektar, stúdíó og stofur.
- fyrirtæki sem byggja starfsemi sína eða leggja sérstaka áherslu á hönnun eða arkitektúr.
- fyrirtæki sem selja hönnun eða hannaðar vörur.
- menningarstofnanir, söfn og sýningarsalir sem standa fyrir eða hýsa sýningar eða viðburði.
- menntastofnanir á svið hönnunar og arkitektúrs.

Það er auðvelt að sækja um á vefsíðu HönnunarMars þar sem allar helstu upplýsingar um gjaldskrá og dagsetningar eru aðgengilegar.

HönnunarMars 2020 fer fram dagana 25.-29. mars en formleg dagskrá hátíðarinnar er nú fimm dagar, frá miðvikudegi til sunnudags þó allur marsmánuður sé auðvitað undirlagður af hönnun og arkitektúr. DesignTalks, ráðstefnan í Hörpu, fer fram fimmtudaginn 26. mars 2020.

Hér er hægt að sækja um þátttöku á HönnunarMars 2020.